Skilmálar

Pantanir:

Við hjá Sér tökum við pöntunum og þegar greiðsla hefur borist er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.Pantanir gerðar á föstudögum,laugardögum,sunnudögum og öðrum helgidögum verða staðfestar eigi síðar en næsta virka dag.

Greiðsla:

Hægt er að greiða pantanir með kreditkorti, íslensku debetkorti, eða millifærslu. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor, því fær Sér  aldrei kortaupplýsingar kaupanda.Millifærslur skulu leggjast inná reikning 0133-26-020512 kt.490205-1950 og kvittun send á netfangið serehf@simnet.is.

 

Sendingarmáti:

Pantanir okkar er hægt að fá senda með pósti eða sækja þær í verslun á opnunartíma eða eftir samkomulagi. Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Póstsins.
Pantanir eru sendar með Íslandspósti, en það tekur allt að 1 virkan dag að afgreiða pöntunina. Sendingartími er 1-4 virkir dagar.
Hjá okkur gilda afhendingar-,ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru. Ef valið er að sækja pöntunina í verslun okkar í Kringlunni, þá gildir opnunartími verslunarinnar eða eftir samkomulagi.

Vöruskil:

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegu ástandi og allar merkingar fylgi ásamt kvittun.Tilkynna skal vöruskil á serkringlunni@simnet.is eða í síma:  553-4100. Boðið er upp á inneignarnótu eða vöruskipti. Athugið þegar vöru er skilað ber kaupandi ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist okkur. Kaupandi greiðir sendingarkostnað sé vöru skilað,nema að vörunni sé skilað vegna galla .Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang Sér.
Hafi viðskiptavinur fengið skemmda eða ranga vöru, ber honum að upplýsa okkur um það við fyrsta tækifæri og munum við taka fulla ábyrgð á því.

Fyrirvari:

Sér Kringlunni áskilar sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillu og myndbrengl. Sér Kringlunni áskilur sér rétt til að hætta við pöntun komi í ljós að varan sé vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum er viðskiptavini endurgreitt.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Lög og varnarþing:

Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Sér Kringlunni og viðskiptavinarins leggjum við okkur fram að finna farsæla lausn sem hentar báðum aðilum.

Sér

Kringlunni 8-12

103 Reykjavík

S. 553-4100.